Skemmti- og huggukvöld með Valgeiri G
Valgeir Guðjónsson Bakkastofubónda og frú.
Service Description
Valgeir Guðjónsson þarf vart að kynna enda hafa lög hans og textar markað spor í þjóðarsál landans í um fimmta tug ára. Á þessu Hlégarðskvöldi mun hann miðla gestum úr hinum margbreytilega lagabálki sínum úr þátíð og nútíð. Vegir hans hafa legið til allra átta og ná yfir tónsmíðar fyrir hljómsveitir, kvikmyndir sjónvarp, hvatningarlög, leikhús og einleik og nú síðast sagnatónlistina Saga Musica. Þegar kemur að sköpunargáfunni og lagasmíðum virðast Valgeiri ekki halda nokkur bönd. Hann mun ásamt frú Ástu Kristrúnu flétta inn á milli laga persónulegar frásagnir, en þess má geta að Ásta rekur ættir sínar í hina upprunalegu Mosfellsveit, sjálfrar Reykjafjölskyldunnar, þar sem hún dvaldi oft í bernsku. Valgeir Guðjónsson er ekki síður þekktur fyrir alúðlegan og hlýjan frásagnarmáta þar sem skopskynið er aldrei langt undan og því full ástæða til að verða hluti af þessu einstæða skemmti- og huggukvöldi.
Contact Details
Háholt 2, 270 Mosfellsbær, Iceland