top of page

Helstu upplýsingar um leigu

Gjaldskrá 2023 
Leiguverð fyrir einkasamkvæmi

Ofan á verðið bætist starfsmaður frá húsinu. 7.000 kr. á klukkustund, minnst greitt fyrir 5 klst. 
Leigutakar skaffa dúka, kjósi þeir svo. 

(Ath. allar brúðkaupsdagsetningar fyrir 2024 og 2025 eru orðnar uppteknar)
 

Aðalsalur (allt húsið):
Heill dagur = 260.000 kr.

6 klst. = 173.000 kr.

4 klst. = 100.000 kr.


Fremri salur:
Heill dagur = 130.000 kr.

6 klst. = 100.000 kr.

4 klst. = 60.000 kr.

Upplýsingar og leiguskilmálar

Hlégarður samanstendur af rúmgóðu forrými (60 fm) með stóru fatahengi, stórum sal (204 fm2) sem tekur 160 manns í sæti, og smærri sal (140 fm2) sem tekur 60 manns í sæti. Í smærri salnum er bar og betristofa. Ef stærri salurinn er leigður fylgir smærri salurinn með. Í húsinu er fullbúið framreiðslueldhús.
Aðalsalurinn hentar vel fyrir stærri viðburði og stórt svið er í salnum, ásamt útgangi út á pall með stórum garði. Fremri salur er rúmgóður og hentar fyrir minni viðburði.
Innifalið í verði er húsaleiga, húsgögn, leirtau, borðbúnaður og afnot af öðrum búnaði sem til staðar er, þrif á gólfum og salerni eftir viðburð. Húsið leigist án veitinga en með aðgengi að eldhúsi.

Ekki er leyfilegt konfetti né blöðrur með konfetti í. Auka gjald er tekið fyrir þrif á konfetti.


sreglur
• Leigutaki sér um uppsetningu og framkvæmd við viðburði og útvegar viðeigandi tæki og búnað umfram það sem nú þegar er til staðar í húsinu.
Leigutaki sér um tiltekt eftir viðburð. Húsgögnum leirtaui, borðbúnaði og öðrum munum sem tilheyra Hlégarði skal skilað í sama ástandi og við upphaf leigu. Uppröðun á borðum og stólum skal vera eins og þegar komið er að húsinu, nema um annað sé samið. Leigjendur skulu fjarlægja allt sorp úr húsinu og hreinsa allt rusl utandyra eftir viðburð. Ekki þarf að skúra gólf né þrífa salerni.
• Sé eldhús og borðbúnaður notaður skal leigutaki þvo upp, þrífa og ganga frá öllum búnaði sem notaður var Einnig ber skilda að þrífa (eldavél, ofn, kælir, leirtau, hnífapör og helstu eldhúsáhöld), þ.e. skilar húsinu eins og hann tók við því.

• Leigutaki ber fulla ábyrgð á tjóni á húsnæði, tæknibúnaði og öðrum innanstokksmunum sem gestir kunna að valda.
• Leigutaki sem stendur fyrir viðburði þar sem tónflutningur fer fram skal standa skil á höfundaréttargjöldum til STEFs, hægt er að senda umsóknir á eftirfarandi slóðum, beint í innhólf STEFs:
Umsókn fyrir tónleika; www.stef.is/vidskiptavinir/tonleikar  
Umsókn fyrir samkomur og viðburði; www.stef.is/vidskiptavinir/samkomur-og-vidburdir.

• Athugið að sé húsinu skilað í ófullnægjandi ástandi ber leigutaki ábyrgð á kostnaði sem af því kann að hljótast.

 

bottom of page