top of page

Tónleikar á bæjarhátíð Mosfellsbæjar

Guðrún Gunnars, Jógvan Hansen og Sigga Beinteins

  • 2 hr
  • 6.400 íslenskar krónur
  • Háholt

Service Description

Nú hefja þau ellefta starfsárið sitt með, VIÐ EIGUM SAMLEIÐ, þau Sigga Beinteins, Guðrún Gunnars og Jógvan Hansen. Þessir geysivinsælu tónleikar halda áfram í Hlégarði og nú fá tónleikagestir að heyra fleiri sígildar dægurlagaperlur sem allir þekkja og elska en heyrast of sjaldan í lifandi flutningi. Hér er hvergi gefið eftir í gæðum söngs og hljóðfæraleik okkar færustu hljóðfæraleikara en eins og áður er hljómsveitarstjórn í höndum Karls Olgeirssonar. Hópurinn flytur þessi lög á einstaklegan hátt og með virðingu og tilfinningu sem eftir er tekið. Á dagskránni eru meðal annars lögin : Dagný, Heyr mína bæn, Barn, Ég er komin heim , Kveiktu ljós, Bjartar vonir, Lítill fugl, Maria Isabel, Þín innsta þrá og fleiri perlum úr íslenskri dægurlagasögu. Einstaklega góð og ljúf stemmning hefur einkennt þessa tónleika, því ekki aðeins syngja þau lögin sem allir elska og þekkja, heldur segja þau líka skemmtilegar sögur sem tengjast lögunum, sögur úr bransanum og síðast en ekki síst gera þau svo grín hvert að öðru. Það eru sem sagt 11 ár síðan þríeykið blés til þessara tónleika, þar sem gömlu góðu íslensku dægurlögin eru í öndvegi.


Contact Details

  • Háholt 2, 270 Mosfellsbær, Iceland


bottom of page