top of page

Saga Hlégarðs

Á vor­fundi Mos­fells­hrepps árið 1947 var tek­in ákvörð­un um að bygg­ingu Hlé­garðs því hús­næð­ið sem áður var not­að und­ir sam­kom­ur Mos­fell­inga þótti orð­ið allt of lít­ið og því var mik­il þörf fyr­ir að reisa nýtt fé­lags­heim­ili. Strax var ákveð­ið að leit­að yrði eft­ir sam­vinnu við Kven­fé­lag Lága­fells­sókn­ar og Ung­menna­fé­lag­ið Aft­ur­eld­ingu.

Hús­ið er mjög hag­lega teikn­að og hef­ur góða að­komu en arki­tekt þess var Gísli Hall­dórs­son. Hið nýja fé­lags­heim­ili Mos­fell­inga var vígt við há­tíð­lega at­höfn þann 17. mars 1951.

Lax­ness ánægð­ur með nafn húss­ins

Nó­b­el­skáld­ið og Mos­fell­ing­ur­inn Hall­dór Lax­ness hamp­aði nafni Hlé­garðs í vígsluræðu sinni um hús­ið. Þar sagði hann með­al ann­ars:

„Mér þyk­ir við­kunnan­legt nafn­ið sem þetta fé­lags­hús hef­ur hlot­ið, það mætti verða sann­nefni á tvenn­an hátt, í fyrsta lagi vegna þess að hús­ið er eft­ir smekk nú­tím­ans reist nið­ur í dæld eða lág, í hléi fyr­ir mesta vind­in­um, eða að minsta kosti í meira hléi en ef það hefði ver­ið sett uppá hól eins og forn­menn voru van­ir að setja hús sín; og í öðru lagi á slíkt hús sem þetta að vera svei­túng­um skjól og af­drep sem þeir leiti til úr storm­viðr­um hvers­dags­lífs­ins og finni skemmt­un og mennt­un: Hlé­garð­ur.“

Ógleym­an­leg­ir við­burð­ir og sveita­böll

Fé­lags­líf­ið í Mos­fellsveit blómstaði með til­komu nýs fé­lags­heim­il­is og hafa marg­ar skemmt­an­ir ver­ið haldn­ar í Hlé­garði og stað­ur­inn var lengi vel þekkt­ur fyr­ir sveita­böll sem þar voru hald­in. Leik­fé­lag Mos­fellsveit­ar sýndi áður fyrr leik­rit í hús­inu og marg­ir menn­ing­ar­við­burð­ir hafa ver­ið haldn­ir þar í gegn­um tíð­ina. Á sjötta ára­tugn­um var Hlé­garð­ur eitt stærsta sam­komu­hús á Stór-Reykjar­vík­ur­svæð­inu og var því oft þétt bók­að. Hús­ið var stækk­að með við­bygg­ingu á ní­unda ára­tugn­um.

Hlé­garð­ur hef­ur æv­in­lega end­ur­spegl­að mann­líf­ið í bæn­um.

helgisalka_raggiola_web2.jpg
bottom of page